Eins og regnbogi meistarans!

Síðustu vikur höfum við þurft að treysta á okkur sjálf til að hressa almennt upp á útlitið. En hvað sem þú gerir í þinni heimadekur rútínu, þá mælum við sterklega gegn því að detta í pakkalitina. Við vitum hversu freistandi það er, en það býður bara upp á leiðinlegan vítahring og erfitt verkefni fyrir þinn fagmann þegar að því kemur að stofurnar opni á ný. Hins vegar erum við með aðra skemmtilega lausn sem gerir þér kleift að hressa upp á þinn hárlit eða prófa eitthvað nýtt! Alchemic vörurnar eru hannaðar til þess að bæði hressa við og skerpa hárlitinn og þar með lengja líftíma litarins eða til að breyta um lit tímabundið. Vörurnar henta bæði í litað og ólitað hár. Alchemic línan er 100% vegan og koma sjampóin í 6 mismunandi litatónum og næringarnar í 11 mismunandi litatónum. Alchemic litanæringarnar eiga að hverfa með öllu úr hárinu eftir nokkra þvotta en þó skal fara varlega með aflitað eða mjög ljóst hár. Það hár er mjög opið og getur litur setið fastar í því. Chocolate næringin getur t.d. skilið eftir sig bleikan tón í aflituðu hári.

Upprunalegu litirnir úr línunni eða Alchemic Originals er fyrir náttúrulegt eða litað hár í öllum litum, hönnuð til að ýmist ýkja eða vinna á móti ákveðnum litum eða tónum. Þeir sem eru með kalt, ljóst hár geta spornað gegn gulu tónunum með Alchemic Silver. Þeir sem eru með brúnt hár geta hresst við daufan tón með Alchemic Chocolate og sömuleiðis er hægt að halda rauðum tónum ferskum með Alchemic Copper svo eitthvað sé nefnt. 

Alchemic Creative Conditioners er hins vegar hönnuð til að lita náttúrulega eða litað ljóst hár í björtum tískulitum, Pink, Coral, Lavender, Marine Blue og Teal Blue. Þessar skemmtilegu litanæringar eru fullkomnar fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á hárlitnum sínum og vilja prófa sig áfram með pastellitum eða skærum tónum.

Hárnæringarnar eru algjörar rakabombur sem næra og mýkja hárið og skilja það ekki bara eftir með fallegum blæ eða alveg nýjum lit heldur einnig heilbrigt og háglansandi.

 • Davines – Alchemic Creative Conditioner – Teal (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Creative Conditioner – Marine Blue (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Creative Conditioner – Lavender (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Creative Conditioner – Coral (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Creative Conditioner – Pink (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Conditioner – Golden (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Conditioner – Tobacco (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Conditioner – Red (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Conditioner – Copper (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Conditioner – Silver (250ml)
  kr.4.990
 • Davines – Alchemic Shampoo – Golden (280ml)
  kr.3.790
 • Davines – Alchemic Shampoo – Tobacco (280ml)
  kr.3.790
 • Davines – Alchemic Shampoo – Red (280ml)
  kr.3.790
 • Davines – Alchemic Shampoo – Copper (280ml)
  kr.3.790
 • Davines – Alchemic Shampoo – Silver (280ml)
  kr.3.790
 • Davines – Alchemic Shampoo – Chocolate (280ml)
  kr.3.790