Lýsing
Frábært gjafasett sem inniheldur allar uppáhalds Color Wow vörurnar sem gefa volume.
Inniheldur:
Color Security Shampoo 75ml. – Ferðastærð af Color Security sjampóinu sem er 100% hreint sjampó. Það inniheldur ekkert súlfat, sílikon, paraben
þykkingarefni, næringarefni eða olíur. Hárið verður því líflegra og liturinn helst ferskari þar sem
sjampó-ið er án allra efna sem geta stíflað hársekkina (hindrað nýjan hárvöxt), hjúpað hár og
hársvörð og haft áhrif á litinn .
Money Mist Leave-in Næringu 50ml. – Ferðastærð af Money Mist sem er ofurlétt „leave in“ næring sem alltaf ætti að nota eftir hárþvott. Næringin
auðveldar að greiða í gegnum hárið og dregur þannig úr því að hár brotni/slitni, styrkir hárið,
mýkir hárið, dregur úr ýfing í hári og umfram allt gefur hún hárinu dásamlega heilbrigt útlit
án þess að þyngja það.
Xtra Large Bombshell 195ml. – Framúrstefnuleg létt froða sem að eykur fyllingu í hár, sérstaklega í þunnu, fínu og linu hári.
Fyrsta sinnar tegundar sem að ekki skaðar hárið á einn eða annan veg, froðan inniheldur
ekkert alkóhol, ekkert salt og engin þurrkefni (sem venjulega eru notuð til að auka fyllingu í
hári). Án þessara efna gefur þó froðan hárinu samstundis mikla og langvarandi kynþokkafulla fyllingu án þess að þyngja hárið.
Hægt að nota bæði í blautt eða þurrt hárið.
Raise The Roots 150ml. – Raise The Root er fullkomið í þunnt, viðkvæmt og litameðhöndlað hár fyrir meiriháttar
langvarandi fyllingu í rót (hentar þó öllum hárgerðum).
Dekkir ekki hárið né dregur fram gulan lit, hefur ekki áhrif á litinn í hári. Er ekki stíft eða klístrað og heldur hárinu mjúku og fylltu.
Hægt að nota bæði í blautt eða þurrt hárið.