Fagmennska, þekking & þjónusta.

Hárland var opnað í apríl 2015 og er netverslun sem selur einungis fagvörur tengdar hári og húð. Okkur fannst vera mikil þörf á fagmannlegri netverslun á Íslandi í þessum geira. Vefsíðan er í samstarfi við Sjoppuna hársnyrtistofu og eru því allar vörur sérvaldar af fagmönnum stofunnar.

Hárland notast einungis við greiðsluleiðir frá viðurkenndum aðilum. Dalpay uppfyllir ströngustu kröfur um gagnaöryggi á netinu og sér um að taka við öllum keditkortagreiðslum í gegnum síðuna. Einnig eru í boði frekari greiðsluleiðir svo sem Netgíró, Pei, og auðvitað millifærsla í banka.

Við sendum allar vörur með Íslandspósti.
Pantanir dagsins eru teknar saman í lok dags sem þær berast og vanalega færðar á pósthús næsta dag. Að því loknu tekur við afgreiðslutími póstsins og eru því pantanir vanalega 2-4 daga að skila sér heim að dyrum með heimsendingu.
Hárland er í góðu samstarfi við íslenska birgja og koma allar vörur frá þeim. Vinsamlegast sendið allar fyrirspurnir á harland@harland.is

ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN

Kristján Aage, Sjoppan & starfsfólk Hárlands