Sænska hárvörumerki fagmannsins, MARIA NILA er eitt af vinsælustu merkjunum á síðunni okkar og er það sko engin tilviljun.
Svíar eru ekki bara sigursælir á hárvörumarkaðnum heldur líka í Eurovision og því er vel við hæfi að blása til útsöluhátíðar núna dagana 21.-22. maí!
Sjáðu til þess að hárið þitt fái 12 stig í sumar og fylltu skápinn þinn af æðislegum MARIA NILA vörum!
MARIA NILA, framleiðir vörur sem eru 100% vegan og unnar með dýravernd að sjónarmiði. Þessar vörur, sem innihalda hvorki súlföt né paraben, eru framleiddar í Svíþjóð og þróaðar út frá kærleika til dýra og umhverfsisins. Þess vegna eru umbúðirnar kolefnisjafnaðar í gegnum PLAN VIVO og allar vörurnar eru vottaðar af PETA, LEAPING BUNNY og VEGAN SOCIETY. Með því að gefa kost á hágæða vörum, gerir MARIA NILA öllum kleift að taka skref í átt að sjálfbærari og vinsamlegri veröld.