Klukkan hvað er opið hjá ykkur? 

Opnunartími/símatími hjá okkur er alla virka daga kl. 11-18 

Hvar eruð þið staðsett? 

Verslunin er staðsett í Katrínartúni 2 og lagerinn staðsettur í Suðurlandsbraut 4, jarðhæð. 108 Reykjavík. Inngangur milli Plan B og Lemon. 

Hvenær má sækja pantanir? 

Þegar þú leggur inn pöntun þá færðu staðfestingu í tölvupósti. Svo færðu annan tölvupóst þegar pöntunin hefur verið afgreidd og þá er hún tilbúin til að vera sótt á Suðurlandsbraut 4. Einnig getur þú hringt í síma 780-1221 og við athugum hvar pöntunin er stödd í ferlinu hjá okkur, og hvort möguleiki sé að afgreiða hana fyrr ef það liggur á að sækja. 

Hver er staðan á pöntuninni minni? 

Þú færð tölvupósta frá okkur sem segir til um hver staðan sé á pöntuninni. Ef þú valdir að sækja geturu gert það um leið og tölvupósturinn segir að pöntunin hafi verið afgreidd.

Hvenær fæ ég vörurnar sendar? 

Pakkinn fer í sendingarferli innan við sólarhring eftir að þú fékkst tölvupóst frá okkur sem staðfestir að pöntunin sé afgreidd. 

Allir pakkar eru sendir frá okkur með Dropp.

Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni þá tekur oftast 1-3 virka daga að fá pakkann í hendurnar.

Ef þú býrð á landsbyggðinni þá getur það tekið 2-4 virka daga fyrir pakkann að að skila sér á áfangastað.

Fæ ég skilaboð þegar pöntunin er afgreidd? 

Þegar þú leggur inn pöntun hjá okkur þá færðu tölvupóst sem staðfestir pöntunina, svo næst færðu tölvupóst um að pöntunin hafi verið afgreidd og þá er hún tilbúin að vera sótt, eða er farin af stað í heimsendingarferli.

Er hægt að koma og skoða/versla á staðnum?

Þér er velkomið að koma í heimsókn til okkar í Katrínartún 2, þar má að sjálfsögðu versla á staðnum og fá ráðgjöf frá fagmanni. Opnunartíminn er alla virka daga kl. 10-18. 

Veitið þið ráðgjöf við hárvöruval í síma/á staðnum? 

Við erum alltaf með fagaðila á staðnum sem getur gefið ráðgjöf bæði í síma 780-1221 og í verslun okkar Katrínartúni 2.