Lýsing
Þessi viðgerðarmaski glæðir skemmt hári nýju lífi, hvort sem það sé vegna hitatækja, sólar, klórs eða mikillar efnameðhöndlunar. Fullkominn fyrir þær sem lita hárið reglulega og fyrir þær sem stunda mikla útiveru og sund. Inniheldur olíu úr babassu hnetum sem gefur djúpa næringu og gulan leir sem byggir upp hárið til að endurlífga heilbrigðan glans og mýkt.