Lýsing
Heat Protection Spray frá HH Simonsen er létt hitavörn í sprey formi sem þekur hárið með verndandi húð. Hiti getur eytt náttúrulegum olíum hársins og brotið það niður sem veldur slitnum endum og frizzi. Heat Protection hitavörnin kemur í veg fyrir að hitinn valdi skemmdum á próteini hársins og eyði náttúrulegum olíum þess. Spreyið inniheldur nærandi argan olíu sem ver hárið fyrir UV-geislum auk þess að vera mýkjandi og gefa glans.
Hitavörnin er með mildan og sumarlegan ilm.
- Inniheldur argan olíu
- Lokar hárinu og ver fyrir hita
- Mildur og ferskur ilmur
- Dregur úr frizzi
- Gefur glans og gerir hárið heilbrigðara