Lýsing
Tilboðspakki sem inniheldur þrjár vinsælar vörur úr Moisture línu HH Simonsen.
Moisture Shampoo Rakagefandi sjampó sem inniheldur langan lista af innihaldsefnum sem næra og fara vel með þurrt hár. Vatnsrofið prótein, vatnsrofið keratín og sérstakt efni samsett meðal annars úr sjávarþangi og þörungum gefa hárinu og hársverðinum raka. Macadamia- og jojoba olíur styrkja hárið og næra það. Þetta gerir hárið heilbrigðara og auðveldara að meðhöndla.
Moisture Conditioner Inniheldur vandlega valin, rakagefandi innihaldsefni og er því fullkomin fyrir þurrt hár. Stærri sameindir tryggja að hárnæringin vinnur 30% á innra byrði hársins og 70% á ytra byrðinu. Amínósýrur og innihaldsefni úr þangi og þörungum gefa raka og viðbætt keratín styrkir hárið.
Moisture Mask Mjög virk meðferð fyrir þurrt og líflaust hár. Maskinn er hannaður til að fyrst og fremst (70%) endurnýja raka- og keratínbirgðir innra byrði hársins og í öðru lagi (30%) að meðhöndla ytra byrði hársins. Inniheldur meðal annars vatnsrofið keratín, amínósýrur og sérstaka sameind með seramíð eiginleikum sem eykur og varðveitir raka í hári og hársverði á áhrifaríkan hátt. Gott að nota næringu á eftir.