Lýsing
Frábær tilboðspakki sem inniheldur tvær vörur frá K18 til að viðhalda fallegu og heilbrigðu hári
Damage Shield pH Maintenance Shampoo 250ml
DAMAGE SHIELD sjampóið var hannað til þess að ná hárinu eins hreinu og mögulegt er.
Hvort sem leitað er eftir áhrifaríkri hreinsun eða öflugu detoxi sem hefur ekki áhrif á litinn – og það gerir K18 meðferðir töluvert áhrifaríkari. Peptide Prep er hreinsisjampó með örskömmtun af K18 peptíði.
Öflugt en samt sem áður hannað með viðráðanlegu PH gildi fyrir notkun á sjampóinu daglega.
Leave-in Molecular Repair Hair Mask 50ml
K18 er einkaleyfisvarin, tvívirk tveggja skrefa meðferð sem vinnur með sameindum að því að undirbúa, verja og endurbyggja hárið.
K18 umturnar ástandi hársins yfir í heilbrigt ástand á örfáum mínutum. Með því verður hárið eins og nýtt á 4 mínútum. Þessa meðferð má nota strax eftir meðferð sem hefur skaðað hárið og einnig heima til þess að halda hárinu í sínu besta ástandi. K18 gerir allar hártýpur sterkari, mýkri og léttari. K18 Peptíð umbreytir jafnvel verulegum skaða í hári eftir meðferðir og hitaskemmdir í upprunalega ástand hársins sem við þekkjum úr æsku. Sjáanlegur munur eftir eina notkun. K18 gefur árangur sem þvæst ekki úr hárinu. Þessi kraftmikla meðferð verður náttúrulegur partur af hárinu og líkir eftir einstakri uppbyggingu þess og hárið kemst aftur í sitt upprunalega ástand strax eftir meðferð og áfram með reglulegri notkun.
Notkun:
- Þvoið hárið með sjampói. (ekki nota hárnæringu).
- Þerrið mestu bleytuna úr hárinu með handklæði.
- Byrjið með eina pumpu af K18 maskanum.
- Bætið við meira ef að við á. (fer eftir lengd, þykkt og ástandi hársins).
- Dreifið efninu jafnt frá rót til enda.
- Notið eina pumpu í senn og bætið við ef þarf.
- Biðtími: 4 mínútur til að ná fullri virkni.
- Ekki skola efnið úr. (þetta er leave in efni).
- Mótið hárið að vild.