Lýsing
Lúxuspakki á frábæru verði sem inniheldur allar vörurnar sem þú þarft til að viðhalda fallegri og náttúrulegri brúnku
Tanning Mousse 150ml
Létt og mjúk froða frá MARC INBANE sem gefur náttúrulega brúnku sem lagar sig að þínum húðlit. Froðan hressir upp á húðlitinn og gerir hann samstundis geislandi. Hún þornar hratt og auðvelt er að bera hana á með örtrefjahanskanum. Einstök formúlan inniheldur náttúruleg virk efni og byltingarkennda brúnkutækni sem mýkir húðina og gefur henni náttúrulegan lit.
Facial Exfoliator 75ml
Náttúrulegur og frískandi djúphreinsir
MARC INBANE Black Exfoliator er rakagefandi djúphreinsir með kornum sem gefur húðinni heilbrigðan ljóma. Það sem gerir þennan djúphreinsi sérstakan eru svörtu kornin sem hafa bakteríudrepandi áhrif. Hann hjálpar til við að endurnýja ysta lag húðarinnar og inniheldur náttúruleg innihaldsefni. Með því að nota djúphreinsinn áður en þú berð á þig brúnku færðu jafnari lit sem endist lengur. Virkar einnig sem djúphreinsandi maski.
Crème Solaire 50ml
Crème Solaire SPF30 er rakagefandi sólarvörn sem verndar húðina og viðheldur náttúrulegri fegurð hennar. Inniheldur vítamín, hýalúrónsýru, Bronzyl© og NMF-complex sem vinna gegn ótímabærri öldrun húðar. Nærandi formúlan hefur mjúka áferð sem auðvelt er að bera á húðina. Inniheldur ekki efni sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar. Hraðvirk og breiðvirk SPF30 vörn með létta og olíulausa áferð sem veitir mikla andoxandi vörn. Tilvalið að nota sem grunn fyrir farða. Prófað af húðlæknum. Án sílíkona og ilmefna.
Tanning Drops 15ml
Brúnkudroparnir frá MARC INBANE eru hin fullkomna lausn til að ná fram fallegum og heilbrigðum ljóma sem er sérsniðinn að óskum hvers og eins. Brúnkudroparnir eru mjög auðveldir í notkun. Þú einfaldlega blandar þeim saman við þitt eftirlætis rakakrem/líkamskrem eða í sólarvörnina þína og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku.Notkunarleiðbeiningar
Mikilvægt er að passa uppá að húðin sé hrein áður en þú berð kremblönduna á þig.Settu það magn sem þú notar venjulega af rakakremi/líkamskremi eða sólarvörn í lófann. Blandaðu svo örfáum brúnkudropum saman við kremið og berðu blönduna jafnt á húðina. Til að viðhalda litnum notar þú 1-2 dropa en 3-4 dropa til að dekkja litinn.
Body Brush
Líkamsburstinn frá MARC INBANE er hannaður til að bera brúnkusprey eða brúnkufroðu á líkamann fyrir hina fullkomnu og lýtalausu brúnku.