Lýsing
Hvítur snyrtivöru ísskápur sem passar að vörurnar þínar og þá sérstaklega að lífrænar vörur endast lengur og haldist ferskar.
Með því að geyma snyrtivörur í ísskáp haldast innihaldsefnin ferskari og getur það minnkað hættuna á því að bakteríur nái að þrífast í þeim.
Kaldar snyrtivörur hjálpa líka við að róa húðina, minnka sjáanlegar húðholur og hjálpa við þrota í húðinni.
Ísskápurinn er einnig sniðugur til þess að geyma lyf.
- Ísskápurinn tekur 4 lítra og er fallegur og látlaus.
- Inniheldur hita og kuldastyllingu. Ísskápurinn kælir niður í 2° en þó mest 20° undir herbergishita og hitar upp í 45-50°ef hitastilling er notuð.
- Ískápurinn er 190*170*275 mm stór og er innanmálið hans 135*140*200 mm eða 4 lítrar.
Hvaða vörur er hægt að geyma í honum:
- Náttúrulegar og lífrænar vörur.
- Serum og krem
- Tónera og sprey
- Maska
- Sólarvarnir
- Vörur sem innihalda C vítamín
- Andlitsrúllur
Ískápurinn er einnig sniðugur til að geyma:
- Drykki – það komast 5 litlar dósir í hann
- Einnig vitum við um fólk sem hefur keypt hann fyrir hjúkrunarheimili eða aðra sem hafa ekki beinan aðgang að kæli og eru þá hægt að geyma jógúrt og aðrar minni vörur í honum.
- Einnig má geyma lyf í honum (athugið leiðbeiningar sem fylgja með lyfjum).
Vörur sem við mælum ekki með að geyma í kæli:
- Olíur – þær geta skilið sig eða harnað.
- Snyrtivörur sem innihalda hátt magn af olíu.
- Leirmaskar
- Ilvötn eru betur geymd í stofuhita.
Ath vörurnar á myndinni fylgja ekki með ;).