Yfir 88% kvenna segjast hafa fundið fyrir hárlosi á lífsleiðinni og af þeim eru 40% um 35 ára.* Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf heildsölu segir að tilfinningarnar sem kvikna hjá konum við hárlos séu margvíslegar, þær algengustu eru áhyggjur.
,,90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki en það er þó hægt. Spurðar af hverju voru sögðu konurnar margs konar tilfinningarnar sem fylgdu hárlosinu, sumar sögðust leiðar, aðrar fundu fyrir kvíða og áhyggjum og skammast sín og margar vissu ekki hvert best væri að leita og fá upplýsingar.“
En hvað er hárlos?
,,Lífsferill hárs er einfaldur, það vex , dettur svo af og nýtt hár tekur að vaxa. Langoftast detta hárin af jafnt og þétt og vaxa sömuleiðis. En hárlos er almennt hægt að skipta í tvennt, það að missa hár og fá það aftur og eða missa hár og fá það ekki aftur, það kallast skallamyndun. Þættir sem ráða hárlosi geta verið margs konar s.s. erfðir, hormónavandamál og öldrun. Eins geta áföll valdið (skyndilegu) hárlosi, slys og ýmsir sjúkdómar og meðferðir við þeim, t.d. geisla-eða lyfjameðferðir. Við mikil veikindi eða álag getur hárlos orðið meira en ella. Þetta sést hjá þeim sem hafa lent í því að veikjast alvarlega. Hárlosið verður þó oft ekki strax í kjölfar veikindanna, heldur 3-6 mánuðum seinna. Dæmi um kvilla sem geta valdið hárlosi er járnskortur og truflun á starfsemi skjaldkirtils. Öðru máli gegnir ef hárlos dreifist ójafnt um höfuðið, þannig að há kollvik myndast eða skallatungl. Í þeim tilvikum ætti viðkomandi að leita læknis og ef um konu er að ræða að láta athuga hormónastarfsemina. Þá geta sum lyf haft hárlos sem aukaverkun. Hárlos margra tengdist lífsstíl og öðrum tengdum hlutum eins og meðgöngu,“ segir Fríða Rut og heldur áfram.
,,Hárið er oft óvenju þykkt og ræktarlegt á meðgöngu en u.þ.b. hálfu ári eftir fæðingu verður mikið hárlos og hárið rytjulegt. Það eru breytingar á hormónum og þá sérstaklega estrogeni sem hefur þau áhrif að það eru engin hár sem falla heldur bætast í sífellu við ný hár í hársverðinum. Eftir meðgöngu ganga þessi hormón til baka og við missum mikið af meðgönguestragoninu. Það góða við þessa tegund af hárlosi að það er tímabundið.“
Hægt að örva hárvöxt
Fríða Rut segir ýmislegt hægt að gera til að örva hárvöxt.
,,Hágæða hárvörurnar Kérastase Paris sem eru í eigu L´oreal group setti nýverið á markað sérhannaða línu sem hjálpar til við að sporna gegn hárlosi. Línan samanstendur af sjampó, næringu, djúpnæringu og 6 vikna meðferðadropum sem notað er heima fyrir til að vinna á hárlosi og styrkja hár og hársvörð sem er það mikilvægasta í meðferðinni. Droparnir eru notaðir daglega og settir í hársvörðinn til að koma í veg fyrir að kollagen herðist og að hárið falli. Einnig inniheldur línan hitavörn til að verja hárið ásamt fagmeðferð sem hægt er að fá á Kérastase hárgreiðslustofum þar sem hár og hársvörður er hreinsaður vel með sérstöku dufti sem blandað er í sjampó til að ná úr hárinu öllum umhverfisþáttum, efnaleifum og þess háttar til að hefja hárlosarmeðferð. Rannskóknardeild Kérastase sýndi þær niðurstöður að með því að meðhöndla hárlos og nota línuna saman fundu 93.3 % þátttakenda mikinn mun. Hárið brotnaði síður og hárlos varð minna.“
Fríða Rut segir að gott sé að nota sérstaka sérhannaða línu sem er mild, með það í huga að vinna á hárlosi og til að draga úr því eins og hægt er. Mikilvægt er að taka inn vítamín og steinefni sem örva hárvöxt.
„Eitt af því mikilvægasta sem hárið þarf er bíotín til að halda bæði húð og hári heilbrigðu en bíótín er þekkt fyrir að örva hárvöxt,“ segir Fríða. „Þá er kísill mikilvægt steinefni fyrir hárið og einnig hafa Kollagen duftblöndur reynst vel. Fitusýrur fyrirbyggja þurrk bæði í hársverði og hárinu sjálfu og B-vítamín eru mikilvæg til að halda hárvexti og hári heilbrigðu. Við hárlosi mæli ég með innstöku Sugarbearhair sem er með hátt hlutfall bíótíns ásamt öllum þeim vítamínum sem þarf til að stuðla að heilbrigðu hári.“
*Rannsókn gerð í ágúst 2019 af Loreal R&I og náði til kvenna í 9 löndum.
Naturaltech frá davines samanstendur af níu öflugum vörulínum sem eru sérsniðnar til að taka á vandamálum í hári og hársverði.
Hvort sem þú ert að fást við feitan hársvörð, flösu eða hárlos af völdum hormónabreytinga ættir þú að finna lausnina í Naturaltech. Þar eru sjálfbær fegurð og nýjasta tækni sameinuð í öflugum vörum sem takast á við öll helstu vandamál í hári og hársverði og hjálpa til við að endurheimta jafnvægi og heilbrigði.
ÖFLUGAR MEÐFERÐIR
Naturaltech tekst á við ýmis vandamál í hári og hársverði, svosem flösu og hárlos, með meðferðum sem bæði vinna á vandamálinu og koma í veg fyrir að það komi aftur.
HEILSA
Línur eins og Renewing (sem vinnur gegn ótímabærri öldrun) og Well-Being (fyrir allar hárgerðir) eru hannaðar til að viðhalda langtíma heilbrigði hársins.
VIRKAR FORMÚLUR
Naturaltech formúlurnar innihalda virk, líffræðileg efnasambönd sem er aðeins að finna í plöntum. Öll hafa þessi efnasambönd sína sérstöku bólgueyðandi og/eða andoxandi eiginleika sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigði hárs og hársvarðar.
NATURALTECH LÍNURNAR
Energizing
Vörur sem örva viðkvæman hársvörð og auka blóðflæði til hára sem losna auðveldlega. Fyrirbyggjandi meðferð gegn ýmiss konar hárlosi. Vörurnar í Energizing línunni innihalda Hair Energy Complex sem hefur bólgueyðandi virkni, minnkar framleiðslu á sebum og viðheldur raka í hársverði. Sjampóið, gelið og tónikið í línunni innihalda einnig phytoceuticals úr koffíni en koffín örvar efnaskipti í hársverðinum.
Nærandi og uppbyggjandi vörur fyrir þurran hársvörð og þurrt, brothætt og skemmt hár. Vörurnar í Nourishing línunni innihalda Vegetal Keratin sem unnið er úr hrísgrjónum og amínósýrur sem í sameiningu vernda viðkvæmt hár sem brotnar auðveldlega. Næringin, maskinn og Hair building pak innihalda einnig Biacidic Bond Complex sem bæði vinnur á skemmdum í hári og byggir það upp.
Vörur sem viðhalda heilbrigði hárs og hársvarðar og vinna gegn ótímabærri öldrun. Renewing vörurnar eru góðar til að nota á milli kúra og meðferða í öðrum Naturaltech línum og til að viðhalda virkni þeirra. Allar vörurnar í Renewing línunni innihalda Hair Longevity Complex en það er hannað til að vernda gegn þeim þáttum sem valda ótímabærri öldrun í hári og hársverði.
Rakafyllandi, þéttandi og mýkjandi vörur sem gefa hárinu aukinn glans og henta fyrir allar hárgerðir. Allar vörurnar í Replumping línunni innihalda plómu phytoceuticals – andoxandi efni sem vinnur gegn sindurefnum og eykur teygjanleika hársins.
Róandi og sótthreinsandi vörur sem meðhöndla og fyrirbyggja feitan eða þurran hársvörð sem veldur flösu. Vörurnar í Purifying línunni innihalda phytoceuticals úr túnfíflum sem hafa andoxandi og bólgueyðandi virkni. Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga, mæla með Purifying línunni fyrir þá sem kljást við psoriasis eða exem í hársverði.
Rebalancing sjampóið hentar vel fyrir feitan hársvörð en það kemur jafnvægi á hársvörðinn til að fyrirbyggja umfram framleiðslu á sebum. Sjampóið inniheldur phytoceuticals úr sítrónum sem hafa öfluga bólgueyðandi virkni.
Detoxifying
Endurnýjandi og afeitrandi vörur fyrir hársvörð og hár sem er viðkvæmt vegna umhverfisþátta. Vörurnar í Rebalancing línunni innihalda phytoceuticals úr ætisþistlum sem hafa öfluga andoxandi virkni.
Rakagefandi og verndandi vörur fyrir allar hárgerðir. Vörurnar í Well-being línunni innihalda phytoceuticals úr sólhatti sem hafa öfluga andoxandi virkni.
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. KökustillingarSamþykkja
Persónuverndarstefna
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.