Hárland.is – Naturaltech frá Davines

Naturaltech frá davines samanstendur af níu öflugum vörulínum sem eru sérsniðnar til að taka á vandamálum í hári og hársverði.

Hvort sem þú ert að fást við feitan hársvörð, flösu eða hárlos af völdum hormónabreytinga ættir þú að finna lausnina í Naturaltech. Þar eru sjálfbær fegurð og nýjasta tækni sameinuð í öflugum vörum sem takast á við öll helstu vandamál í hári og hársverði og hjálpa til við að endurheimta jafnvægi og heilbrigði.

ÖFLUGAR MEÐFERÐIR

Naturaltech tekst á við ýmis vandamál í hári og hársverði, svosem flösu og hárlos, með meðferðum sem bæði vinna á vandamálinu og koma í veg fyrir að það komi aftur.

HEILSA 

Línur eins og Renewing (sem vinnur gegn ótímabærri öldrun) og Well-Being (fyrir allar hárgerðir) eru hannaðar til að viðhalda langtíma heilbrigði hársins.

VIRKAR FORMÚLUR

Naturaltech formúlurnar innihalda virk, líffræðileg efnasambönd sem er aðeins að finna í plöntum. Öll hafa þessi efnasambönd sína sérstöku bólgueyðandi og/eða andoxandi eiginleika sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigði hárs og hársvarðar.

NATURALTECH LÍNURNAR

Energizing

Vörur sem örva viðkvæman hársvörð og auka blóðflæði til hára sem losna auðveldlega. Fyrirbyggjandi meðferð gegn ýmiss konar hárlosi. Vörurnar í Energizing línunni innihalda Hair Energy Complex sem hefur bólgueyðandi virkni, minnkar framleiðslu á sebum og viðheldur raka í hársverði. Sjampóið, gelið og tónikið í línunni innihalda einnig phytoceuticals úr koffíni en koffín örvar efnaskipti í hársverðinum.

  • Davines - Naturaltech - Energizing Shampoo (250ml)
    Davines – Naturaltech – Energizing Shampoo (250ml)
    kr.3.592
  • Davines - Naturaltech - Energizing Gel
    Davines – Naturaltech – Energizing Gel
    kr.4.712
  • Davines - Naturaltech - Energizing Superactive
    Davines – Naturaltech – Energizing Superactive
    kr.10.152

Nourishing

Nærandi og uppbyggjandi vörur fyrir þurran hársvörð og þurrt, brothætt og skemmt hár. Vörurnar í Nourishing línunni innihalda Vegetal Keratin sem unnið er úr hrísgrjónum og amínósýrur sem í sameiningu vernda viðkvæmt hár sem brotnar auðveldlega. Næringin, maskinn og Hair building pak innihalda einnig Biacidic Bond Complex sem bæði vinnur á skemmdum í hári og byggir það upp.

  • Davines - Naturaltech - Nourishing Shampoo
    Davines – Naturaltech – Nourishing Shampoo
    kr.3.592
  • Davines - Naturaltech - Nourishing Vegetarian Miracle Conditioner
    Davines – Naturaltech – Nourishing Vegetarian Miracle Conditioner
    kr.3.832
  • Davines - Naturaltech - Nourishing Vegetarian Miracle Mask (250ml)
    Davines – Naturaltech – Nourishing Vegetarian Miracle Mask (250ml)
    kr.4.392

Renewing

Vörur sem viðhalda heilbrigði hárs og hársvarðar og vinna gegn ótímabærri öldrun. Renewing vörurnar eru góðar til að nota á milli kúra og meðferða í öðrum Naturaltech línum og til að viðhalda virkni þeirra. Allar vörurnar í Renewing línunni innihalda Hair Longevity Complex en það er hannað til að vernda gegn þeim þáttum sem valda ótímabærri öldrun í hári og hársverði.

  • Davines - Naturaltech - Renewing Shampoo
    Davines – Naturaltech – Renewing Shampoo
    kr.3.752
  • Davines - Naturaltech - Renewing Conditioning Treatment
    Davines – Naturaltech – Renewing Conditioning Treatment
    kr.3.992

Replumping

Rakafyllandi, þéttandi og mýkjandi vörur sem gefa hárinu aukinn glans og henta fyrir allar hárgerðir. Allar vörurnar í Replumping línunni innihalda plómu phytoceuticals – andoxandi efni sem vinnur gegn sindurefnum og eykur teygjanleika hársins.

  • Davines - Naturaltech - Replumping Conditioner
    Davines – Naturaltech – Replumping Conditioner
    kr.3.192
  • Davines - Naturaltech - Replumping Shampoo
    Davines – Naturaltech – Replumping Shampoo
    kr.3.592
  • Davines - Naturaltech - Replumping Hair Filler Superactive
    Davines – Naturaltech – Replumping Hair Filler Superactive
    kr.4.552

Purifying

Róandi og sótthreinsandi vörur sem meðhöndla og fyrirbyggja feitan eða þurran hársvörð sem veldur flösu. Vörurnar í Purifying línunni innihalda phytoceuticals úr túnfíflum sem hafa andoxandi og bólgueyðandi virkni. Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga, mæla með Purifying línunni fyrir þá sem kljást við psoriasis eða exem í hársverði.

Purifying
  • Davines - Naturaltech - Purifying Shampoo (250ml)
    Davines – Naturaltech – Purifying Shampoo (250ml)
    kr.3.592
  • Davines - Naturaltech - Purifying Gel (150ml)
    Davines – Naturaltech – Purifying Gel (150ml)
    kr.4.712

Rebalancing

  • Davines - Naturaltech - Rebalancing Shampoo (250ml)
    Davines – Naturaltech – Rebalancing Shampoo (250ml)
    kr.3.592

Rebalancing sjampóið hentar vel fyrir feitan hársvörð en það kemur jafnvægi á hársvörðinn til að fyrirbyggja umfram framleiðslu á sebum. Sjampóið inniheldur phytoceuticals úr sítrónum sem hafa öfluga bólgueyðandi virkni.

Detoxifying

Endurnýjandi og afeitrandi vörur fyrir hársvörð og hár sem er viðkvæmt vegna umhverfisþátta. Vörurnar í Rebalancing línunni innihalda phytoceuticals úr ætisþistlum sem hafa öfluga andoxandi virkni.

  • Davines - Naturaltech - Detoxifying Scrub Shampoo (250ml)
    Davines – Naturaltech – Detoxifying Scrub Shampoo (250ml)
    kr.3.592

Calming

Róandi vörur fyrir viðkvæman hársvörð. Vörurnar í Calming línunni innihalda phytoceuticals úr bláberjum sem hafa öfluga bólgueyðandi virkni.

  • Davines - Naturaltech - Calming Shampoo (250ml)
    Davines – Naturaltech – Calming Shampoo (250ml)
    kr.3.592
  • Davines - Naturaltech - Calming Superactive
    Davines – Naturaltech – Calming Superactive
    kr.6.312

Well-Being

Rakagefandi og verndandi vörur fyrir allar hárgerðir. Vörurnar í Well-being línunni innihalda phytoceuticals úr sólhatti sem hafa öfluga andoxandi virkni.

  • Davines - Naturaltech - Well-Being Conditioner
    Davines – Naturaltech – Well-Being Conditioner
    kr.3.192
  • Davines - Naturaltech - Well-Being Shampoo
    Davines – Naturaltech – Well-Being Shampoo
    kr.3.592