Höfuðlausn við hárlosi

Engar athugasemdir ennþá

„Lífsferill hárs er einfaldur, það vex , dettur svo af og nýtt hár tekur að vaxa,“ segir hún og bætir við: „Langoftast detta hárin af jafnt og þétt og vaxa sömuleiðis.“ Hún segir hárlosi hægt að skipta í tvennt, það að missa hár og fá það aftur og eða missa hár og fá það ekki aftur sem kallast skallamyndun. „Þættir sem ráða hárlosi geta verið margs konar, erfðir, hormónavandamál og öldrun. Eins geta áföll, slys og ýmsir sjúkdómar og meðferðir við þeim, t.d. geisla- eða lyfjameðferðir valdið hárlosi.“ Hún segir að við mikil veikindi eða álag geti hárlos orðið meira en ella. „Hárlosið verður þó oft ekki beint í kjölfar veikindanna, heldur þremur til sex mánuðum seinna. Öðru máli gegnir ef hárlos dreifist ójafnt um höfuðið, þannig að há kollvik myndast eða skallatungl. Í þeim tilvikum ætti viðkomandi að leita læknis og ef um konu er að ræða að láta athuga hormónastarfsemina.“

Fríða bendir enn fremur á að hárlos geti tengst lífsstíl og svo tímabilum lífsins eins og meðgöngu. „Hárið er oft óvenju þykkt og ræktarlegt á meðgöngu vegna hormónabreytinga en um það bil hálfu ári eftir fæðingu verður mikið hárlos og hárið getur orðið rytjulegt. Það góða við þessa tegund af hárlosi er að það er tímabundið.“

Hægt að að örva hárvöxt

Fríða Rut segir að það sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að örva hárvöxt. „Hágæða hárvörurnar Kérastase Paris sem eru í eigu L’Oréal Group setti nýverið á markað sérhannaða línu sem hjálpar til við að sporna gegn hárlosi. Línan samanstendur af sjampói, næringu, djúpnæringu og sex vikna meðferðardropum sem eru notaðir daglega heima fyrir til að vinna á hárlosi og styrkja hár og hársvörð. Einnig inniheldur línan hitavörn til að verja hárið ásamt fagmeðferð sem hægt er að fá á Kérastase hárgreiðslustofum þar sem hár og hársvörður er hreinsaður vel með sérstöku dufti sem blandað er í sjampó til að ná öllum umhverfisþáttum, efnaleifum og þess háttar úr svo meðferð geti hafist.“

Þá nefnir Fríða Rut enn fremur hársvarðarmeðferðina Cure Densifique fyrir karlmenn sem hafa hár sem er farið að þynnast. „Meðferðin stuðlar að því að viðhalda þéttleika hársins, þökk sé blöndu virkra efna sem auka umfang og þykkt hársins á einungis einum mánuði. Hárið verður fimm sinnum sterkara og teygjanleiki þess og þykkt þrefaldast.“

Fríða Rut og samstarfsfólk hjá Regalo vildi sýna virkni þessarar meðferðar og fékk til liðs við sig hressasta dansstjóra landsins, útvarpsmanninn Magnús Magnússon hjá Diskótekinu Dísu, til að prófa vörurnar í þrjá mánuði en hann var farinn að finna fyrir mikilli hárþynningu við hvirfilinn. „Hann trúði ekki eigin augum þegar niðurstöður lágu fyrir. Hann sagðist ekki hafa haft mikla trú á meðferðinni svo hún kom skemmtilega á óvart og var mikið gleðiefni.“ Magnús fékk sérstakt hárþynningarsjampó og svo notaði hann meðferðardropana einu sinni á dag í þrjá mánuði og kom svo mánaðarlega í myndatöku. Af myndunum má sjá mikinn árangur og það er því ljóst að baráttan við hárþynningu fer fram af fullum þunga hjá Fríðu Rut og félögum í Regalo.

Nánari upplýsingar má finna á regalo.is. Við erum líka á Facebook: Kérastase á Íslandi.


Skildu eftir skilaboð

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *